Opna Heimsferðir 2017 – úrslit

Opna Heimsferðir 2017 – úrslit

Það var blautt í Grafarholtinu þegar kylfingar mættu til leiks í Opna Heimsferðir 2017 í morgun, ekki rigndi þó í allan dag, heldur stytti upp og var skor keppenda almennt ágætt. Ræst var út frá klukkan 08:00-14:00 og lauk leik núna um kvöldmatarleyti. Veitt eru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni og besta skor auk fleiri aukavinninga. Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

Punktakeppni:
Guðmundur Halldórsson, 46 punktar
Óðinn Gunnarsson, 42 punktar
Ævar Rafn Þrastarson, 41 punktar
Viktor Andri Kárason, 41 punktar
Ásmundur Karl Ólafsson, 40 punktar

Besta skor: Guðjón Grétar Daníelsson, 70 högg

Nándarverðlaun:
2. braut- Stella Steingrímsdóttir 96cm
6. braut - Guðjón V. Ragnarsson, 1,16m
11. braut- Davíð Heiðarsson 3,12m
17. braut- Ásgeir Guðbjartsson 2,40m

Lengsta teighögg á 3. braut:
Karlar – Birkir Ívar, GR
Konur – Berglind Björnsdóttir, GR

Næstur holu í öðru höggi á 18. braut: Ævar Rafn Þrastarson

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju með sigur í mótinu. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00 mánudaginn 28. ágúst.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Heimsferðir

Til baka í yfirlit