OPNA ICELANDAIR GOLFERS Í SAMVINNU VIÐ SAMSUNG – FYRSTA OPNA MÓT SUMARSINS Á GRAFARHOLTSVELLI - GLÆSILEGIR VINNINGAR

OPNA ICELANDAIR GOLFERS Í SAMVINNU VIÐ SAMSUNG – FYRSTA OPNA MÓT SUMARSINS Á GRAFARHOLTSVELLI - GLÆSILEGIR VINNINGAR

Fyrsta opna mót sumarsins á Grafarholtsvelli Opna Icelandair Golfers í samvinnu við SAMSUNG verður haldið sunnudaginn 4. júní.

Ræst er út frá kl.7:30. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki.

Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra. Veitt verða verðlaun fyrir besta skor mótsins ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum vallarins.

Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 30. maí kl.12:00, á www.golf.is. Ganga þarf frá greiðslu um leið og skráning fer fram á www.golf.is. Skráningu lýkur laugardaginn 3. júní kl.16:00.
Glæsileg verðlaun:

Flokkur 0-14
1. Sæti – Flugmiði til USA
2. Sæti – Flugmiði til Evrópu
3. Samsung Galaxy S7 snjallsími

Flokkur 14,1 og hærra
1. Sæti – Flugmiði til USA
2. Sæti – Flugmiði til Evrópu
3. Samsung Galaxy S7 snjallsími

Besta skor: Flugmiði til USA

Nándarverðlaun:
2. braut = Samsung Galaxy TAB A 4G spjaldtölva
6. braut = Samsung Galaxy TAB A 4G spjaldtölva
11. braut = Samsung Galaxy TAB A 4G spjaldtölva
17. braut = Samsung Galaxy TAB A 4G spjaldtölva

Allir þátttakendur fá teigjöf áður en leikur hefst.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Dóra Eyland og hefur Dóra netfangið dora@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Icelandair og SAMSUNG

Til baka í yfirlit