Opna Örninn Golfverslun var leikið á Korpúlfsstaðarvelli í dag, vel var mætt og tóku um 100 manns þátt í mótinu. Ræst var út frá klukkan 08:00 og lauk keppni rétt undir kvöldmat. Ágætlega viðraði á vellinum þó tekið hafi að blása heldur mikið seinnihluta dagsins. Úrslit úr mótinu urðu eftirfarandi:
Punktakeppni karlar:
Jón Arnar Sigurðarson (GKG), 38 punktar
Árni Páll Hansson (GR), 37 punktar
Jónas Sigurðsson (GK), 37 punktar
Punktakeppni konur:
Alda Harðardóttir (GKG), 37 punktar
Gerða Kristín Hammer (GS), 35 punktar
Rut Sigurvinsdóttir (GK), 35 punktar
Besta skor: Siggeir Vilhjálmsson (GSE), 73 högg
Nándarverðlaun:
3. braut - Páll Ólafsson 3,25 m
6. braut - Hjalti Ævarsson 1,44 m
9. braut - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 3,89 m
13. braut - Jón Ásgeir Einarsson 93,5 cm
17. braut - Björgvin Þorsteins 2,12 m
Golfklúbbur Reykjavíkur og Örninn Golfverslun þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfum dagsins til hamingju með sigurinn. Hægt verður að nálgast vinninga hjá Erninum Golfverslun eftir helgina.