Óskilamunir - er eitthvað sem þú saknar frá síðasta sumri?

Óskilamunir  - er eitthvað sem þú saknar frá síðasta sumri?

Mikið hefur safnast hjá okkur af óskilamunum frá síðasta sumri, kylfur af öllum stærðum og gerðum, peysur, bolir, húfur ásamt heilum helling af kylfucoverum.

Ef það er eitthvað sem þú saknar frá síðasta sumri þá höfum við safnað öllu saman, af báðum völlum, á Korpuna og verður hægt að nálgast það næstu daga og vikur.

Kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit