Púttkvöld kvenna fór vel af stað - 150 mættu galvaskar til leiks

Púttkvöld kvenna fór vel af stað - 150 mættu galvaskar til leiks

Það var mikið fjölmenni í Korpunni á fyrsta púttkvöldi vetrarins en um 150 GR konur mættu til leiks. Stemmningin var góð og greinilegt að komin var tími til að þurrka af kylfunum og hefja æfingar fyrir sumarið.

Eins og sést best á skorinu eftir þetta fyrsta púttkvöld okkar þá er ljóst að GR konur hafa engu gleymt. Besta skor áttu þær Anna Ragnars og Sandra Margrét, 27 högg, sem er aldeilis frábært og margar konur raða sér þétt á eftir.

Bryddað hefur verið upp á þeirri nýjung að verðlauna besta skor hvers kvölds en heildarskorið telur til Púttmeistara GR kvenna sem fyrr. Tvær eru jafnar að þessu sinni en Anna fór seinni 9 holurnar á færri höggum(12) en Sandra(14) svo hún hlýtur glaðning sem hún getur vitjað hjá okkur nefndarkonum á púttkvöldinu næsta þriðjudag.

Það er alveg ljóst að við megum alveg búast við spennandi keppni í vetur.

Í viðhengi er staðan eftir eitt kvöld.

Sjáum ykkur vonandi sem flestar næsta þriðjudag!

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit