Púttmótaröð barna og unglinga GR hefst á Korpunni, sunnudaginn 22.janúar. Mótið er opið öllum sem æfa golf hjá GR og er aldursskiptingin miðuð við 10 ára og yngri, 11 - 14 ára og 15 ára og eldri, keppt er í stelpna- og strákaflokkum.
Við hvetjum nýliða sérstaklega til að mæta og ná sér í mótareynslu. Stemningin er einstök hjá krökkunum og ekki síðri hjá foreldrunum sem skella sér hring og hring líka og keppa sín á milli.
Mótið samanstendur af 8 sunnudögum þar sem leiknir eru tveir 18 holu hringir í hvert sinn og telur betri hringurinn. Fjórir bestu hringirnir telja til Púttmeistara GR í hverjum aldursflokki fyrir sig. Því fleiri hringir sem spilaðir eru því meiri möguleiki á að henda út vondum hringjum og bæta skorið sitt :)
Spilað er á sunnudögum á Korpunni og er húsið er opið frá kl 11 - 13. Heitt á könnunni og kannski smá kruðerí með.
Mótsgjald er kr 2000 fyrir öll skiptin. Leggja má inn á reikning GR barna og unglinga 0166 05 071660 kt 580169 7409 (senda kvittun á signy@mh.is) eða greiða með seðlum við komu á fyrsta mótsdegi.
Púttmeistari GR í barna og unglingaflokkum verður krýndur í veglegu hófi um miðjan mars.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Foreldraráð GR