Púttmótaröð GR kvenna - 120 konur mættu í 4. umferð

Púttmótaröð GR kvenna - 120 konur mættu í 4. umferð

GR konur létu ófærð og óspennandi veðurspá ekki á sig fá þegar fjórða púttkvöld vetrarins fór fram á Korpunni. Rúmlega 120 konur mættu og munduðu pútterinn eins og enginn væri morgundagurinn á krefjandi vellinum og áttu margar hverjar draumahringinn sinn. Enn eru konur að bætast í hópinn og bjóðum við þær velkomnar. Enn eru fimm skipti eftir og því nóg eftir af mótinu okkar.

Margrét Richter og Lára Eymundsdóttir fóru á fæstum höggum að þessu sinni, eða 28. Margrét fór seinni 9 holurnar á færri höggum en Lára og telst því eiga besta skor kvöldsins. Hennar bíður glaðningur næsta þriðjudag.

Staðan í mótinu eftir 4 skipti er þannig að þær Hafdís Guðmunds og Lára Eymunds leiða á 119 höggum samanlagt fyrir fjóra bestu hringina sína, Þá kemur Inga Jóna á 121 höggi og svo raðast kylfingar á eftir þeim og munar ekki miklu á milli efstu sæta. Það er ljóst að stefnir í æsispennandi keppni sem lýkur með krýningu púttmeistara GR kvenna 2018 þann 20.mars nk.

Við höldum áfram næsta þriðjudag.

Sjáumst kátar

kveðja
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit