Púttmótaröð GR kvenna hefst þriðjudaginn 23. janúar

Púttmótaröð GR kvenna hefst þriðjudaginn 23. janúar

Nú er starf GR kvenna að hefjast að nýju og að venju er byrjað á púttinu. Púttmótaröð GR kvenna 2018 hefur göngu sína á Korpunni þriðjudaginn í næstu viku, 23.janúar.

Í ár bætum við einu kvöldi við mótaröðina frá því sem áður hefur verið, nú verður mögulegt að mæta í 9 skipti í stað 8 en áfram verða spilaðir tveir hringir hvert kvöld þar sem sá betri telur.

Fjórir bestu hringirnir telja til Púttmeistara GR kvenna 2018 sem verður krýndur á lokakvöldi púttmótaraðarinnar þann 20.mars næstkomandi. Þá verður verðlaunað fyrir besta skor hvert kvöld.

Mótsgjaldið er það sama og í fyrra, kr. 4.000 fyrir þátttöku öll kvöldin og greiðist þátttökugjald á fyrsta mótskvöldinu. Vinsamlega takið með ykkur pening þar sem við erum ekki með posa.

Húsið opnar kl. 18.00, þá hefst fyrri umferð og síðari umferð hefst oftast um kl. 19.30, konur mæta þegar þeim hentar. Við áætlum þó að loka húsinu um kl. 21:00.

Við hvetjum allar GR konur til að dusta rykið af kylfunum og mæta í Korpuna á þriðjudagskvöldum fram á vor til að koma sveiflunni í gang fyrir sumarið og efla félagsandann.

Meirihluti kvennanefndarinnar ætlar að halda áfram að starfa saman í ár en Elín Ásgrímsdóttir æltar að taka sér pásu frá starfinu og þakka GR konur henni sérstaklega fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í gegnum árin. Í hennar stað hefur Sigríður Óddný Marinósdóttir slegist í hópinn okkar og hlakkar kvennanefnd GR kvenna til að njóta krafta hennar í ár.

Það er alltaf pláss fyrir traustar hjálparhendur í okkar góða GR kvennastarfi svo hikið ekki við að hafa samband ef þið hafið áhuga á að slást í hópinn og vinna að skemmtilegu og gefandi starfi fyrir GR konur.

Hlökkum til að sjá ykkur í púttinu þriðjudaginn 23.janúar næstkomandi!

Kvennanefnd GR 2018

Elín Sveins, Elísabet Jónsd, Eygló, Guðný, Íris Ægis, Ragnheiður Helga, Sandra Margrét, Sigríður Oddný og Unnur Einars.

Til baka í yfirlit