Púttmótaröð GR kvenna hófst í vikunni

Púttmótaröð GR kvenna hófst í vikunni

Það var mikið fjölmenni í Korpunni á fyrsta púttkvöldi vetrarins en um 150 GR konur mættu til leiks. Stemningin var góð og greinilegt að komin var tími til að þurrka af kylfunum og hefja æfingar fyrir sumarið.

Eins og sést best á skorinu eftir þetta fyrsta púttkvöld okkar þá er ljóst að GR konur hafa engu gleymt. Fimm konur voru jafnar á fæstum höggum eða 29 en það voru þær Stella Hafsteins, Linda Björk Bergsveins, Guðrún Hólmsteins, Rannveig Friðriks og Margrét Einarsdóttir.

Við ætlum að halda áfram að verðlauna fyrir besta skor hvers kvölds en heildarskorið telur til Púttmeistara GR kvenna sem fyrr. Þar sem þær eru fimm sem eru jafnar að þessu sinni er horft til seinni 9 holanna og var það Guðrún Hólmsteins sem fór á fæstum höggum, 14. Hún hlýtur því glaðning sem hún getur vitjað hjá okkur nefndarkonum á púttkvöldinu næsta þriðjudag.

Það er alveg ljóst að við megum alveg búast við spennandi keppni í vetur.

Í viðhengi er staðan eftir eitt kvöld.

Sjáum ykkur sem flestar næsta þriðjudag!

kær kveðja
Kvennanefndin

putt_1_2018.pdf

Til baka í yfirlit