Sælar kæru GR konur
Það var hópur GR kvenna sem mættu kátar til leiks á sjötta púttkvöldi vetrarins á Korpunni í vikunni.
Langar brautir og aðrar styttri með allskonar brotum flæktust fyrir sumum okkar á meðan aðrar rúlluðu upp góðu skori.
Íris Ægisdóttir fór völlinn á fæstum höggum eða 25 og er það besta skor það sem af er vetri. Lára Eymunds átti líka góðan hring, fór á einu höggi meira eða 26 sem treysti veru hennar á toppnum þar sem hún trónir nú ein á samanlagt 111 höggum fyrir fjóra bestu hringina sína. Næst henni er Linda Björk Bergsveinsdóttir á 114 höggum og svo er mjög mjótt á munum þeirra sem á eftir koma og stefnir í spennu og rífandi gleði á næstu vikum.
Enn eru þrjú skipti eftir en Púttmeistari GR kvenna verður krýndur að afloknu síðasta púttkvöldinu þann 20.mars nk. Þá gerum við okkur glaðan dag með léttum veitingum og gleðjumst saman.
Við bendum ykkur á FB síðuna okkar
( https://www.facebook.com/groups/26821872890/?fref=ts )
og netfang undirritaðrar (ellasveins@gmail.com) ef þið viljið koma einhverju á framfæri
Næsta þriðjudag fer sjöunda púttkvöldið fram, vonumst til að sjá ykkur sem flestar þar.
Meðfylgjand er skor 6 pútts og staðan að loknum þremur hringjum.
Kær kveðja
Kvennanefndin