Púttmótaröð GR kvenna - mikil spenna á lokasprettinum

Púttmótaröð GR kvenna - mikil spenna á lokasprettinum

Spennan í púttmótaröð GR kvenna er að verða óbærileg nú þegar farið er að síga á seinni hlutann og aðeins tvö skipti eru eftir. Margar áttu góðann hring sl þriðjudag en jafnar á fæstum höggum eða 27 voru þær Jóhanna H. Árnadóttir, Kristín Elfa Ingólfsdóttir, Elísabet Björk, Hrund Sigurhans og Íris Ægisdóttir sem fór jafnframt seinni 9 á fæstum höggum eða 12.

Staðan í mótinu er þá þannig að Lára Eymunds situr enn sem fastast á toppnum með þriggja högga forystu á 109 höggum sem er bæting frá síðustu viku. Næst henni er Íris Ægis á 112, þá Hrund Sigurhans á 113 og svo raða aðrar sér í humátt þeirra. Það er mjótt á munum og ekki öll nótt úti enn, allt getur gerst á næstu tveimur kvöldum sem eftir eru.

Frábær mæting hefur verið á þriðjudagskvöldum frá miðjum janúar, að jafnaði rúmlega 120 konur hvert kvöld þó veður og færð hafi verið allskonar.

GR fatnaður
Næsta þriðjudag fáum við sýnishorn af GR merktum FootJoy fatnaði fyrir félagsmenn til að máta og leggja inn pöntun um leið. Vörurnar verða á sérstöku tilboðsverði. Mátun stendur yfir frá kl. 18 - 20.

Þá má geta þess að næsta sunnudag frá 13-15 verða golfkennarar GR á Korpunni til leiðsagnar um pútt og æfingar.

Hlökkum til að sjá ykkur næsta þriðjudag!

Kær kveðja
Kvennanefndin

Meðfylgjandi er staðan eftir sjö pútt

putt_7_2018_1.pdf

Til baka í yfirlit