Rafmagnskerrur til leigu á báðum völlum GR

Rafmagnskerrur til leigu á báðum völlum GR

Þar sem markmið okkar er að auka þjónustu enn frekar við félagsmenn hefur verið tekin upp sú nýjung að bjóða upp á rafmagnskerrur til leigu. Kerrurnar eru auðveldar og þægilegar í notkun og hægt er að stilla á þeim hraðann. Kerrurnar gera það að verkum að mun auðveldara er að ganga golfhring, sérstaklega þar sem um brekkur er að ræða.

Leiguverð á kerrunum er stillt í hóf – fyrir 18 holu hring er greitt kr. 2.600 og fyrir 9 holu hring kr. 1.600. Bóka þarf kerrur til leigu í golfbúðum okkar bæði í Grafarholti og á Korpu.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit