Ragnhildur Kristinsdóttir GR og Vikar Jónassson úr GK og sigruðu á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Mótið var það fjórða í röðinni af átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-2017. Þetta er í þriðja sinn sem Ragnhildur sigrar á mótaröð þeirra bestu en fyrsti sigur Vikars, Saga Traustadóttir GR varð í öðru sæti kvenna og varð Hákon Örn Magnússon GR í öðru sæti karlaflokks.
Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn þar sem Vikar Jónasson úr GK tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni með fugli á lokaholunni. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par 5. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um 2 metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 högugm eða -1. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á +2 í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinuá -3 samtals.
1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6
2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5
3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3
3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3
5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2
6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1
7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par
8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1
8.-10. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69-71) 214 högg +1
8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1
Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG varð í þriðja sæti en þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára gamli kylfingur er á verðlaunapalli á mótaröð þeirra bestu á Eimskipsmótaröðinni. Hulda Clara sigraði í flokki 15-16 ára um s.l. helgi á Íslandsbankamótaröð unglinga.
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6
2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14
5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17
Við óskum þessum flottu kylfingum til hamingju með árangur helgarinnar!