Er ekki kominn tími til að dusta rykið af settinu og fara undirbúa sumarið að alvöru. Er ekki tilvalið að skella sér á golfnámskeið í apríl, rífa sig í gang og byrja sumarið af fullum krafti. Eftirfarandi námskeið verða í boði hjá Arnari Snæ og Golfklúbbi Reykjavíkur í apríl:
Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru sex kylfingar. Kennari verður Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is
Kvennanámskeið – Stórskemmtileg námskeið fyrir konur þar sem áhersla verður lögð á trékylfur
Lækkum þessa forgjöf fyrir lengri komna – Fyrir þá sem ætla taka golfið sitt á næsta level í sumar
Fínpússun fyrir alla – Fyrir þá sem vilja smá upprifjun og yfirferð fyrir tímabilið
Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan:
Kvennanámskeið
Frábært námskeið fyrir kvenkylfinga sem vilja ná betri tökum á golfleiknum þar sem sértaklega verður farið í teighögg og trékylfur/blendinga. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 19:00-20:00 á miðvikudögum og kl 12:00-13:00 á laugardögum. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 5.apríl og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:
5.apr: Básar – Sveifla
8.apr: Básar – Lengri teighögg
12.apr: Básar – Golfsveiflan fínpússuð
15.apr: Básar – Brautartré/blendingar
19.apr: Básar – Sveifla/teighögg
Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)
Lækkum þessa forgjöf fyrir lengri komna
Tilvalið námskeið fyrir kylfinga sem eru komnir með góða þekkingu á eigin leik en hafa verið í vandræðum með að lækka forgjöfina. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 20:00-21:00 á miðvikudögum og kl 13:00-14:00 á laugardögum. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 5.apríl og verður kennt á eftir eftirtöldum dagsetningum:
5.apr: Básar – Járnahögg
8.apr: Básar – Teighögg
12.apr: Básar – Brautartré
15.apr: Básar – Blendingar/trékylfur
19.apr: Básar – Pitch/Stutthögg
Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)
Fínpússun fyrir alla
Tilvalið námskeið fyrir kylfinga sem eru komnir með góða þekkingu á eigin sveiflu og golfleik en vilja fá smá upprifjun og yfirferð á tækni. Námskeiðið er þrjú skipti (3x 60 mín) frá klukkan 21:00-22:00 á fimmtudögum. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6.apríl og verður kennt á eftir eftirtöldum dagsetningum:
6.apr: Básar – Járnahögg/Grunnatriði
13.apr: Básar – Teighögg/Grunnatriði
19.apr: Básar – Brautartré/Grunnatriði
Verð 9.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)