Golfklúbbur Reykjavíkur setti af stað nú á dögunum símasöfnun fyrir afrekssjóð GR til heiðurs Ólafíu Þórunni.
Ljóst er að mikill kostnaður er framundan hjá atvinnukylfingnum Ólafíu Þórunni sem keppir núna um helgina á sínu öðru móti á LPGA, sterkustu mótaröð heims. Af þeim ástæðum setti Golfklúbbur Reykjavíkur af stað símasöfnun fyrir Afrekssjóð GR -Ólafíu Þórunni til heiðurs en geta má þess að Ólafía er styrkþegi úr sjóðnum. Viljir þú styðja við bakið á Ólafíu og aðra afrekskylfinga klúbbsins getur þú hringt í eftifarandi styrktarlínur:
Þú hringir í síma 908-1551 og styrkir um 1.000 kr.
Þú hringir í síma 908-1552 og styrkir um 2.000 kr.
Þú hringir í síma 908-1555 og styrkir um 5.000 kr.
Með fyrirfram þökkum fyrir veittan stuðning,
Golfklúbbur Reykjavíkur