Sjötta púttkvöld kvenna haldið á Korpunni í gær

Sjötta púttkvöld kvenna haldið á Korpunni í gær

Sælar kæru GR konur.

Það var sannarlega þröngt á þingi þegar sjötta púttkvöld GR kvenna fór fram í Korpunni í gær en það skipti GR konur ekki miklu, ánægjan var meiri við samveru og leik. Um 140 konur mættu til leiks og höfðu gaman að.

Nú er farið að halla á seinni hluta púttmótaraðarinnar og baráttan á toppnum fer vaxandi. Kylfingar skiptast á að halda forystunni og nú að loknum sex hringjum skaust Steinunn Sæmunds upp í fyrsta sætið, leiðir með eins högga mun, er á 111 höggum fyrir fjóra bestu hringina en næst henni kemur Lovísa Sigurðar á 112 höggum. Svo raða aðrir kylfingar sér á eftir þeim tveimur en aðeins munar 8 höggum á fyrsta og 20. sætinu. Það getur allt gerst því enn eru tvö skipti eftir og vel mögulegt að henda út síðra skorinu sínu með draumahringjum.

Besta skor kvöldsins átti María Jóhannsdóttir en hún fór völlinn á 27 höggum og situr ein að því góða skori. Maríu bíður vinningur hjá okkur nefndarkonum næsta þriðjudag.

Eins og fyrr segir eru tvö skipti eftir, 14. og 21. mars en að loknu púttinu seinna kvöldið slúttum við púttmótaröðinni með stæl. Þá heiðrum púttmeistara GR kvenna og njótum góðra veitinga í nýuppgerðum húsakynnum Korpunnar um leið og dregnir verða út nokkrir skorkortavinningar.

Sjáumst kátar næsta þriðjiudag.

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit