Ágætu félagsmenn,
Fyrir nokkrum vikum voru framin skemmdarverk í skjóli næstur á klósettaðstöðu klúbbsins við 6. braut á Korpu. Óprúttnir aðilar kveiktu í og sprengdu upp þessa aðstöðu okkar, sem getur komið sér ágætlega að hafa þegar leikinn er golfhringur. Vegna þessa verður því engin klósettaðstaða á þessum stað en búið er að panta nýja aðstöðu sem væntanleg er til landsins eftir um það bil fjórar vikur.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur haft í för með sér en vonum að það trufli ekki leikinn.
Golfklúbbur Reykjavíkur