Skötuveisla á Þorláksmessu í golfskálanum Grafarholti

Skötuveisla á Þorláksmessu í golfskálanum Grafarholti

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við GR veitingar og þjónustu ætla að bjóða félagsmönnum, vinum þeirra og vandamönnum, upp á skötuveislu á Þorláksmessu, þann 23. desember. Um nýjung er að ræða og vonum við að félagsmenn nýti sér þetta tækifæri til að hittast fyrir jólahátíð.

Ásamt verstfirskri skötu verður boðið upp á síld og síldarrétti, saltfisk, plokkfisk og meðlæti. Í eftirrétt verður boðið Ris a la Mande – grjónagraut.

Húsið opnar kl. 11:30 og býður formaður mannskapinn velkominn með formlegum hætti.
Verð fyrir skötuveislu er kr. 3.950 á mann og er tekið við borðapöntunum í síma 661-0430 eða í gegnum netfangið grveitingar@grveitingar.is 

Til baka í yfirlit