Skráning hafin fyrir golfiðkendur 6-18 ára

Skráning hafin fyrir golfiðkendur 6-18 ára

Skráning er nú hafin fyrir golfiðkendur á aldrinum 6-18 ára. Eins og áður hefur komið fram þá voru gerðar breytingar á gjaldskrá og skráningum þessa aldursflokks og fer nú öll skráning og greiðsla fram í gegnum Nóra félagakerfi á slóðinni https://grgolf.felog.is/  - eru þessar breytingar gerðar með tilliti til þess að hægt sé að nýta Frístundakort sveitarfélaganna við greiðslu gjalda.

Hægt er að velja á milli þrenns konar æfingagjalds:

Heilsársæfingar, kr. 42.750
Sumar- og vetraræfingar frá jan-des (3-5 æfingar í viku)
Aðgangur að völlum GR
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Æfingaferð erlendis
Líkamsþjálfun
Hugarþjálfun
Fyrirlestrar
Aðrir viðburðir

Hálfsársæfingar, kr. 24.750
Æfingar frá 1. júní - 30. október (2-3 æfingar á viku)
Takmarkaður aðgangur að völlum GR (fyrir kl. 14:00 á virkum/eftir kl. 14:00 um helgar)
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Aðrir viðburðir

Sumaræfingar, kr. 15.750
Sumaræfingar frá 1. júní - 15. september (1x opin hópæfing í viku)
Takmarkaður aðgangur að völlum GR (fyrir kl. 14:00 á virkum/eftir kl. 14:00 um helgar)
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Aðrir viðburðir

Foreldrum og forráðamönnum er vinsamlega bent á að gjöld þessa aldurshóps verða EKKI innheimt með sama hætti og áður heldur mun öll skráning og greiðsla fara fram í gegnum https://grgolf.felog.is/

Kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit