Starfsfólk óskast í golfverslanir GR fyrir sumarið 2017

Starfsfólk óskast í golfverslanir GR fyrir sumarið 2017

Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir eftir starfsfólki í golfverslanir fyrir komandi tímabil, maí – september 2017. Um er að ræða störf í golfverslun Grafarholti annars vegar og golfverslun Korpúlfsstöðum hins vegar. Opnunartími verslana er frá 07:30-21:00 og er unnið á þrískiptum vöktum.

Starfið felur í sér móttöku kylfinga, símsvörun, bókanir rástíma, sölu á golfvarningi, þrif og fleira.

Leitað er eftir einstaklingum sem eru stundvísir, samviskusamir og búa yfir þjónustulund til að sinna félagsmönnum okkar og öðrum kylfingum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja þekkingu á golfíþróttinni.

Umsóknir skulu berast á netfangið dora@grgolf.is  fyrir 7. apríl næstkomandi.

Til baka í yfirlit