Stefnumótun Golfklúbbs Reykjavíkur – vilt þú hafa áhrif?

Stefnumótun Golfklúbbs Reykjavíkur – vilt þú hafa áhrif?

Vinna við stefnumótun Golfklúbbs Reykjavíkur hófst síðastliðið haust og var liður í þeirri vinnu viðhorfskönnun sem send var á félagsmenn. Stefnumótun þessi hefur það að markmiði að skilgreina lykiláherslur í starfi klúbbsins til ársins 2030. Þátttaka í könnuninni var meiri en búist var við en um 1100 manns notuðu tækifærið til að svara og koma sínum hugmyndum á framfæri.

Næstkomandi laugardag, 4. febrúar, verður haldinn opinn fundur fyrir félaga þar sem farið verður yfir niðurstöður úr könnun þessari ásamt því sem frekari vinna mun eiga sér stað. Félagsmenn eru hvattir til að koma og taka þátt með stefnumótunarnefndinni í að skilgreina hlutverk klúbbsins enn frekar á næstu misserum.

Fundurinn mun fara fram á Korpúlfsstöðum, 4. febrúar frá kl. 09:00 – 13:00

Skráning til þátttöku fer fram í mótaskrá á golf.is undir heitinu „Félagsfundur GR laugardaginn 4. febrúar“ og eru félagsmenn, ungir sem aldnir, hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi og með því meðan á fundi stendur og hádegisverð að fundi loknum.

Í meðfylgjandi skjali má finna dagskrá fundarins og upplýsingar um þá vinnu sem mun fara fram á laugardag.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit