Stúlknasveit GR Íslandsmeistarar í flokki 15 ára og yngri

Stúlknasveit GR Íslandsmeistarar í flokki 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba yngri kylfinga fór fram um helgina og stóðu sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur sig einstaklega vel á mótum helgarinnar. Í flokki 15 ára og yngri stúlkna tryggði A-sveit GR sér Íslandsmeistaratitilinn og B-sveitin hafnaði í þriðja sæti eftir bráðabana. Í drengjaflokki 15 ára og yngri endaði A-sveit GR í öðru sæti eftir spennandi úrslitaleik við A-sveit GKG sem tryggði sér sigurinn þetta árið. Í flokki 18 ára og yngri hafnaði A-sveit GR í öðru sæti eftir æsispennandi úrslitaleik við sveit GM.

Sjá má önnur úrslit úr mótum helgarinnar hér

Það er ljóst að framtíðin er björt hjá yngri kylfingum klúbbsins og óskum við þeim öllum innilega til hamingju með árangur helgarinnar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit