Sumarmótaröð GR kvenna - fimmta umferð á Korpu á morgun, miðvikudag

Sumarmótaröð GR kvenna - fimmta umferð á Korpu á morgun, miðvikudag

Það er komið að fimmta mótinu í Sumarmótaröð GR kvenna en það fer fram miðvikudaginn 26.júlí. Nú spilum við Korpuna og spilað verður Sjórinn/Landið.

Mælingar eru á 9.braut og þeirri 25.(16), að sjálfsögðu þarf boltinn að vera inn á flötinni.

Sem fyrr eru rástímar frá opnun vallar og eins lengi og birta leyfir.
Skráning í rástíma fyrir kl. 14.50 hefst á sunnudagsmorgun og skráning fyrir þær sem vilja spila eftir kl.15 hefst á mánudagsmorgun.

Munið að merkja skorkortin vel með nafni og kennitölu og skorið skýrt (ekki krota ofan í tölurnar), það flýtir fyrir allri skráningu á skori.

Tilboð verður á völdum réttum hjá Hödda og svo er upplagt að setjast inn í skála eftir hring og spjallla og spá :)

Enn er tækifæri til að bæta skor sitt því fjórir bestu hringirnir telja til Sumarmeistara GR kvenna, vonumst því til að sjá ykkur sem flestar, kátar og glaðar :)

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit