Fjórða mótið í röð Sumarmóta GR kvenna verður haldið miðvikudaginn 12.júlí, leikið verður í Grafarholti.
Alls eru Sumarmótin sex og telja fjögur bestu til Sumarmótameistara GR kvenna. Mótið er punktakeppni með hámarksforgjöf 36.
Venjan er að hafa mælingar á tveimur par 3 brautum í hverju móti en sökum þess að það láðist að setja út mælitæki á brautir í síðasta móti verður mæling á fjórum brautum í þessu móti eða á 2., 6., 11. og 17.braut.
Skráning í mótið hefst á sunnudagsmorgun fyrir þær sem vilja rástíma fyrir kl.15 en á mánudag fyrir þær sem kjósa að spila frá kl.15 og frameftir.
Sjáumst kátar!
Kær kveðja