Sumarmótaröð GR kvenna, fyrsta umferð - úrslit

Sumarmótaröð GR kvenna, fyrsta umferð - úrslit

Fyrsta mótið í Sumarmótaröð GR kvenna fór fram á Korpunni í síðustu viku. Spilað var Sjórinn/Áin. Mótið er punktakeppni með hámarksforgjöf 36 og spilaðir verða 6 hringir í sumar þar sem fjórir bestu telja. Frábært skor leit dagsins ljós í þessu fyrsta móti hjá mörgum okkar sem lögðu þar með inn góða hringi í keppninni um Sumarmeistara GR kvenna. Það verður gaman að fylgjast með framvindunni í sumar.

Tvær eru jafnar í fyrsta sæti, þær Bára Ægisdóttir og Eyrún Björk Valsdóttir á 40 punktum. Næstar þeim eru þær Hólmfríður M Bragadóttir, Eiríksína Kr Hafsteinsdóttir, Berglind Jónsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir á 38 punktum og svo raða aðrar sér í humáttina á eftir þeim.

Besta skor dagsins átti Ásgerður Sverrisdóttir en hún spilaði á 78 höggum. Steinunn Sæmunds var aðeins tveimur höggum á eftir Ásgerði, á 80 höggum.

Næst holu á 6.braut var Bjarndís 1,71m frá pinnanum og á 13.braut var Hrafnhildur Óskars 1,44m.

Næsta mót verður haldið í Grafaraholtinu, 14.júní nk. Nánar um það síðar.

Hér má sjá úrslit 1.móts sem fram fór sl miðvikudag


Kær kveðja
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit