Sumarmótaröð GR kvenna hefst í næstu viku

Sumarmótaröð GR kvenna hefst í næstu viku

Miðvikudaginn 31.maí er spilaður fyrsti hringurinn af sex í Sumarmótaröð GR kvenna og við byrjum á Korpunni. Spilað er Sjórinn/Áin. Mæling verður á tveimur flötum, 6. og 13.braut.

Líkt og fyrri ár eru spilaðir 6 hringir yfir sumarið og telja 4 bestu hringirnir til Sumarmeistara GR kvenna 2017. Hringirnir sex eru spilaðir annan hvern miðvikudag frá lok maí og fram í miðjan ágúst til skiptis á Korpunni og í Grafarholtinu.

Konur geta valið sér og skráð rástíma allan mótsdaginn, frá því völlur opnar og fram á kvöld og þannig tekið þátt í mótaröðinni svo fremi sem spilað er með amk einni annarri konu sem leikur líka í mótinu og kvitta undir kort hjá hvor annarri.

Undirrituðu skorkorti með nafni og kennitölu leikmanns er skilað í kassa í klúbbhúsi og verður skorið skráð og birt á golf.is daginn eftir mót. Vikulega birtum við stöðuna í mótinu.

Mótið er punktakeppni. auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir flesta punkta og næst holu á völdum brautum í mótunum í júní, júlí og ágúst.

Fyrsta mót sumarsins er sem fyrr segir miðvikudaginn 31.maí á Korpunni.

Skráning er á golf.is og er skráð í rástíma eins og um hefðbundna golfhringi sé að ræða. Skráning fyrir þær sem vilja spila fyrir klukkan 15:00 hefst sunnudaginn 28.maí en mánudaginn 29.maí fyrir þær sem kjósa að spila eftir kl. 15:00.

Mótsgjald fyrir alla sex hringina er 3000 kr og greiðist í afgreiðslu í Korpunni áður en fyrsti hringur er leikinn.

Koma svo stelpur – allar út á völl, tíminn er kominn og við ætlum að rokka saman í golfinu í sumar!

Hlökkum til að sjá ykkur, vonandi sem flestar,

Kvennanefndin

Til baka í yfirlit