Sumarmótaröð GR kvenna 2017 er lokið með sigri Hólmfríðar M Bragadóttur en hún lauk þeim fjórum hringjum sem til þurfti á mótinu á samtals 150 punktum. Mjög mjótt var á munum og voru tvær jafnar í fyrsta sæti en til að fá fram úrslit var horft til frammistöðu á lokamótinu og lyktuðu leikar þannig að Hólmfríður bar sigurorð af Hafdísi Engilbertsdóttur með 2 fleiri punktum á seinni 9 holunum. Helga Friðriksdóttir hafnaði í þriðja sæti á 149 punktum.
Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir sigurvegara hvers mánaðar sem mótið varði;
Maímeistari 2017 er Bára Ægisdóttir (40 punktar í Korpunni 31.maí)
Júnímeistari 2017 er Anna Karen Hauksdóttir (44 punktar í Grafarholtinu 14.júní)
Júlímeistari 2017 er Ísey Hrönn (42 punktar í Grafarholtinu 12.júlí)
Ágústmeistari 2017 er Elínborg Sigurðardóttir (38 punktar í Grafarholtinu 9.ágúst)
Mælingar voru að jafnaði á tveimur brautum í hverju móti og næstar holu í mótunum í sumar voru:
Korpan 31.maí - Sjórinn/Áin
6.braut Bjarndís - 1.71
13.braut Hrafnhildur Óskarsdóttir 1.44
Grafarholt 14.júní
2.braut Hall Björk Ragnarsdóttir og Jóhanna Bárðardóttir 3.90
11.braut Jóhanna Bárðardóttir 1.72
Korpan 28.júní - gleymdist að setja út mælitæki og því voru mælingar á 4 brautum í næsta móti.
Grafarholt 12.júlí
2. braut Steinunn Braga 6.02
6.braut Rut Hreinsdóttir 7.17
11.braut Signý Marta 2.59
17.braut Jóhanna Bárðardóttir 7.52
Korpan 26.júlí - Sjórinn/Landið
9.braut Ísey Hrönn 3.52
25 braut Guðrún Eiríksdóttir 3.97
Grafarholt 9.ágúst
6.braut Halla Björk Ragnarsdóttir 4.12
11.braut Guðrún Másdóttir 2.25
Alls tóku ríflega 160 kylfingar þátt í keppninni um Sumarmeistara GR kvenna en að meðaltali um 110 konur í hverju móti. Mótið var punktakeppni og sex hringir spilaðir og töldu fjórir bestu þeirra til vinnings. Fyrirkomulagið var líkt og á síðustu árum, konur skráðu sig í hvert mót frá morgni til kvölds eða á meðan birtan leyfði.
GR konur krýna tvo meistara á hverju ári. Púttmeistari GR kvenna 2017 er Lovísa Sigurðardóttir og nú í fjórða sinn er Sumarmeistari GR kvenna krýndur, Hólmfríður M. Bragadóttir.
GR konur óska nýkrýndum Sumarmeistara GR kvenna 2017 og öðrum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.
Næsti viðburður á meðal GR kvenna er Haustmótið eða uppskeruhátíðin okkar en það mót fer fram í Grafarholti sunnudaginn 10.september nk. Skráning fer fram á golf.is og verður auglýst nánar síðar.
Meðfylgjandi er heildarstaðan að loknum 6 mótum í Sumarmótaröð GR kvenna 2017 og hér eru úrslit úr síðasta mótinu sem fram fór í Grafarholti 9.ágúst.
Kærar þakkir fyrir skemmtilega mótaröð og ánægjulega samveru í sumar.
Kvennanefndin