Sumarmótaröð GR kvenna - lokaumferð leikin á miðvikudag

Sumarmótaröð GR kvenna - lokaumferð leikin á miðvikudag

Sumarið líður með eindæmum hratt og það er komið að síðasta mótinu í Sumarmótaröð GR kvenna árið 2017. Að þessu sinni spilum við í Holtinu miðvikudaginn 9.ágúst og endum um kvöldið á lokahófi þar sem veittar verðar viðurkenningar til þeirra sem stóðu sig hvað best í öllum mótunum í sumar.

Veitt verða verðlaun fyrir 1. - 3. sætið í punktakeppni um Sumarmeistara GR kvenna 2017, verðlaun fyrir flesta punkta í mótunum í júní, júlí og ágúst og verðlaun fyrir að vera næst holu á völdum brautum í hverju móti. Að sjálfsögðu verður dregið úr fjölda skorkorta að vanda.

Lokahófið verður í Veitingaskálanum í Grafarholti og hefst um kl. 21. Léttar veitingar í boði. Til að áætla fjölda vegna veitinga hefur verið stofnaður viðburður á Facebooksíðunni okkar sem við biðjum ykkur um að melda ykkur á eða senda okkur póst á þetta netfang séuð þið ekki á Facebook.

Til að allar séu komnar inn þegar lokahófið hefst er síðasti rástími í mótinu kl.16.40. Birtu er hvort eð er tekið að bregða á þessum tíma svo ekki ætti miklu að muna. Kallarnir okkar verða hvattir til að hliðra til með sína rástíma svo sem flestar geti spilað þennan dag.

Skráning fyrir þær sem vilja spila fyrir kl 15 á miðvikudag hefst sem fyrr á sunnudagsmorgun og á mánudag fyrir þær sem vilja spila frá kl. 15 - 16.40.

Hlökkum til að sjá ykkur á miðvikudag

kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit