Sumarmótaröð GR kvenna - staðan eftir fimm umferðir

Sumarmótaröð GR kvenna - staðan eftir fimm umferðir

Fimmta sumarmót GR kvenna fór fram á Korpunni í nokkurs konar þokukenndri rjómablíðu sem átti skv spám að vera heitasti dagur ársins. Sumar okkar upplifðu daginn þannig en einhverjar slógu blind högg inn í kalda þokuna sem umlék Korpuna öðru hvoru yfir daginn.

Frábærir hringir skiluðu sér í hús en þær Helga Friðriksdóttir og Lilja Viðarsdóttir fóru hringina sína á flestum punktum eða 41. Næstar þeim voru þær Guðrún Eiríksdóttir og Ásta Óskarsdóttir sem komu inn á 40 punktum og svo raðaði strollan sér á eftir þeim. Þvílíkt flott spilamennska hjá GR konum þennan góða dag.

Nándarmæling var á tveimur brautum, 9. og 25. og þar voru næstar holu Ísey Hrönn á 9.braut, 3.52m frá flagginu og Guðrún Eiríksdóttir var 3.97 m frá holu á 25.braut.

Nú þegar fjórir bestu hringirnir eru farnir að telja til Sumarmeistara GR kvenna 2017 og kylfingar farnir að losa sig við þá slæmu er staðan þannig að Helga Friðriksdóttir skýst upp í fyrsta sæti, er samanlagt með 149 punkta fyrir fjóra bestu hringina sína. Í kjölfar hennar kemur Guðrún Ýr Birgisdóttir með 146 punkta og í því þriðja er Stefanía Margrét Jónsdóttir með 145 punkta. Afar mjótt er á munum á milli efstu kylfinga og alveg ljóst að spennan verður gríðarleg í síðasta mótinu okkar sem fram fer miðvikudaginn 9.ágúst í Grafarholtinu. Þá gefst líka annað tækifæri til að losa sig aftur við slæman hring og bæta skorið sitt með draumahringnum

Meðfylgjandi er staðan í 5.mótinu á Korpunni

Í viðhengi er staðan í Sumarmótinu þegar 4 bestu hringirnir telja.


Kær kveðja
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit