Sumarmótaröð GR kvenna - þriðja umferð

Sumarmótaröð GR kvenna - þriðja umferð

Það er komið að þriðja mótinu í Sumarmótaröð GR kvenna en það fer fram miðvikudaginn 28.júní. Nú spilum við Korpuna og spilað verður Landið/Áin.

Mælingar eru á 25.braut og þeirri 13. og að sjálfsögðu þarf boltinn að vera inn á flötinni.

Sumarmótaröðin er punktakeppni og samanstendur af sex mótum þar sem fjórir bestu hringirnir telja.

Sem fyrr eru rástímar frá opnun vallar og eins lengi og birta leyfir.

Skráning í rástíma fyrir kl. 14.50 hefst á sunnudagsmorgun og skráning fyrir þær sem vilja spila eftir kl.15 hefst á mánudagsmorgun. Við vitum að það er barningur við að ná í rástíma og viljum því biðla til kallanna okkar í klúbbnum að velja sér frekar að spila Grafarholtið þennan dag, ef mögulegt er og láta okkur eftir Korpuna :)

Munið að merkja skorkortin vel með nafni og kennitölu og skorið skýrt, það flýtir fyrir allri skráningu á skori.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar.

Tilboð verður á völdum réttum hjá Hödda og co svo upplagt er að setjast inn í skála eftir hring og spjallla og spá.

Kær kveðja,
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit