Sumarstarfsfólk óskast í golfverslanir klúbbsins

Sumarstarfsfólk óskast í golfverslanir klúbbsins

Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir eftir starfsfólki í golfverslanir fyrir sumarið 2018, golfverslanir klúbbsins eru opnar á tímabilinu maí – september. Um er að ræða störf í Grafarholti annars vegar og Korpúlfsstöðum hins vegar. Opnunartími verslana er frá 07:30-21:00 og er unnið á þrískiptum vöktum.

Starfið felur í sér almenna þjónustu við kylfinga, símsvörun, bókanir rástíma, sölu á golfvarningi, þrif og fleiri tilfallandi verkefni.

Leitað er eftir einstaklingum sem eru stundvísir, samviskusamir og búa yfir þjónustulund til að sinna félagsmönnum okkar og öðrum kylfingum. Kostur er ef umsækjendur hafa einhverja þekkingu á golfíþróttinni þó ekki sé gerð krafa um slíkt.

Umsóknir skulu berast á netfangið dora@grgolf.is fyrir 28. febrúar merkt.

Til baka í yfirlit