Síðastliðna helgi fór Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga fram víðs vegar um landið og tóku sveitir GR þátt, bæði í Vestmannaeyjum þar sem fram fór keppni í 1. deild kvenna og í Öndverðarnesi þar sem keppt var um titilinn í 1. deild karla. Sveitir klúbbsins höfnuðu í þriðja sæti, bæði í karla- og kvennaflokki.
Það var sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem varð sér úti um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki þetta árið en í kvennaflokki var það sveit Golfklúbbsins Keilis sem sigraði.
Önnur úrslit úr mótum helgarinnar er að finna hér
Við óskum okkar fólki til hamingju með árangurinn!
Golfklúbbur Reykjavíkur