Tíundi vinavöllurinn nær út fyrir landsteinana

Tíundi vinavöllurinn nær út fyrir landsteinana

Þá er komið að því að tilkynna enn einn vinavöllinn fyrir árið 2017 og nær sá tíundi út fyrir landsteinana. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur gert vinavallarsamning við Newmachar Golf Club í Aberdeen, Skotlandi en félagar GR geta leikið á vellinum með 25% afslætti af vallargjaldi á tímabilinu apríl – september.

Newmachar völlurinn er staðsettur í jaðri Aberdeen, aðeins klukkustunda akstur frá flugvellinum. Klúbburinn býr yfir tveimur 18 holu völlum og flottum æfingasvæðum, bæði fyrir stutta spilið og eins fyrir drive-ið. Vellirnir, Hawkshill og Swailend, eru báðir hannaðir af Dave Thomas, sem er þekktur golfari og golfvallahönnuður.

Vefsíða Newmachar
Vinavallasamningur klúbbana mun vera í gildi frá 1. apríl – 30. september og verða vallargjöld með 25% afslætti eingöngu fyrir félagsmenn GR. Framvísa þarf félagsskírteini þegar gengið er frá greiðslu. Afsláttarverð eru þessi:

Hawkshill Championship course
Vallargjald virkir dagar: £45 (fullt vallargjald er £60).
Dagpassi virkir dagar: £60pp (fullt vallargjald er £80).
Vallargjald helgar: £60pp (fullt vallargjald er £80)

Swailend course
Vallargjald virkir dagar: £30 (fullt vallargjald er £40).
Dagpassi virkir dagar: £37.50 (fullt vallargjald er £50).
Vallargjald helgar: £37.50 (fullt vallargjald er £50)
Bóka skal rástíma í gegnum netfangið info@newmachargolfclub.co.uk

Flug & gisting
Til að fagna tilkomu þessa nýja vinavallar hefur Icelandair og Flugfélag Íslands útbúið pakkaferð á flugi og gistingu fyrir félaga í Golfklúbbi Reykjavíkur helgina 26.- 29. maí. Innifalið er flug frá Keflavík til og frá Aberdeen ásamt flugvallasköttum, gisting í þrjár nætur á Park Inn by Radisson Aberdeen Hotel með morgunverði.

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 44.900.-
Verð á mann í einbýli í 3 nætur frá kr. 59.900.-
Hægt er að bóka sæti í ferðina hér

Aberdeen er gjarnan kölluð granítborgin, sökum þess hvernig glitrar á fallegar grantítbyggingarnar í sólinni eftir rigningar. Kíktu á frægustu götu Aberdeen „Granite Mile“ á Union Street þar sem meira en 800 verslanir, veitingastaðir og barir bíða þín. Þar getur þú slappað af í fallegum, blómstrandi görðum á milli þess sem þú skoðar þig um, gæðir þér á mat og drykk, verslar og nýtur alls þess sem Aberdeen hefur upp á að bjóða.

Eftir skemmtilegan dag í golfi er er ekki verra að enda daginn á því að rölta meðfram gylltri strandlengju borgarinnar.

Systurfyrirtæki Icelandair, Flugfélag Íslands, flýgur farþegum þessa stuttu leið til og frá Keflavík til Aberdeen með Q400 Bombardier vélum sem eru minni en Boeing-þotur Icelandair. Það er hvorki afþreyingarkerfi né Wi-Fi um borð á þessari leið. Ipads mini eru fáanlegir um borð.

Hægt verður að bóka beint flug til Aberdeen á www.icelandair.is

Það er von okkar að félagsmenn gleðjist yfir þessari tilkynningu og bregði landi undir fót til að heimsækja þennan nýja vinavöll okkar GR-inga.

Ómar Örn Friðriksson,
Framkvæmdarstjóri


Á meðfylgjandi mynd eru þau Ómar Örn, framkvæmdarstjóri GR og Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Flugfélagi Íslands.

Til baka í yfirlit