Uppskeruhátíð barna og unglinga var haldin í Grafarholti í síðustu viku

Uppskeruhátíð barna og unglinga var haldin í Grafarholti í síðustu viku

Þriðjudaginn 19. september var uppskeruhátíð barna og unglinga haldin í Grafarholti. Það voru vel yfir 100 manns sem mættu í pizzuveislu með öllu tilheyrandi, börn ásamt foreldrum sínum. Mikil gróska hefur verið í barna- og unglingastarfi klúbbsins að undanförnu og voru iðkendur í ár alls 192 talsins.

Á uppskeruhátíðinni var sumarið gert upp og veitt voru verðlaun fyrir árangur á Icelandair Cargo mótaröðinni sem leikin er alla þriðjudaga yfir sumartímann. Þátttaka í mótaröðinni gefur krökkunum frábært tækifæri til að lækka forgjöf og koma sér í keppnisform og þökkum við Icelandair Cargo kærlega fyrir þeirra stuðning. Viðurkenningar voru einnig veittar fyrir einstaka afrek og árangur á árinu og má sjá yfirlit yfir úrslit og viðurkenningar hér fyrir neðan.

Verðlaunaafhending 2017

Icelandair Cargo mótaröðin

30.5 + stúlkur
1. Helga Signý Pálsdóttir
2. Pamela Ósk Hjaltadóttir
3. Berglind Ósk Geirsdóttir

30.5 + strákar
1. Mikael Torfi Harðarson
2. Hjalti Kristján Hjaltason
3. Nói Árnason

14 ára og yngri stelpur
1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir
2. Brynja Valdís Ragnarsdóttir
3. Auður Sigmundsdóttir

14 ára og yngri strákar
1. Elías Ágúst Andrason
2. Sólon Blumenstein
3. Böðvar Bragi Pálsson

15 – 16 ára stelpur
1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
2. Lovísa Ólafsdóttir
3. Ásdís Valtýsdóttir

15 - 16 drengir
1. Bjarni Freyr Valgeirsson
2. Egill Orri Valgeirsson
3. Sigurður Bjarki Blumenstein

17 - 18 ára piltar
1. Viktor Ingi Einarsson
2. Elvar Már Kristinsson
3. Sigurður Már Þórhallsson

Stigameistari GR og Icelandair Cargo 2017
Perla Sól Sigurbrandsdóttir – 8700 stig

Aukaverðlaun/viðurkenningar
Flestir punktar í Icelandair Cargo móti

18 holu flokkar
Ari Gestur Guðmundsson – 44 punktar Mót 9.
Auður Sigmundsdóttir – 45 punktar Mót 1.

9 holu flokkur
Hjalti Kristján Hjaltason – 24 punktar Mót 8.
Helga Signý Pálsdóttir – 27 punktar Mót 1.

Vallarmet
Korpa - Sjórin/Áin , 8.ágúst 2017, Böðvar Bragi Pálsson - 66 högg

Forgjafarlækkun 2017
Jens Sigurðarson 54.0 – 18.5 = 35,5 í lækkun
Berglind Ósk Geirsdóttir 54.0 – 43.0 = 11,0 í lækkun

Viðurkenningar fyrir árangur á GSÍ mótaröðum
Einstakur árangur í mótum á vegum GSÍ

Íslandsmeistarar í höggleik og stigameistarar
Ingvar Andri Magnússon
Dagbjartur Sigurbrandsson
Böðvar Bragi Pálsson
Jóhannes Guðmundsson
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Íslandsmeistarar í holukeppni
Sigurður Már Þórhallsson
Dagbjartur Sigurbrandsson

Íslandsmeistarar í sveitakeppni unglinga 15 ára og yngri stelpna
Ásdís Valtýsdóttir
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Nína Margrét Valtýsdóttir
Lovísa Ólafsdóttir
Perla Sól Sigurbrandsdóttir

Mynd: Gunnar Már Sigurfinnsson frá Icelandari Cargo, Perla Sól Sigurbrandsdóttir stigameistari og Snorri Páll Ólafsson golfkennari.

Til baka í yfirlit