Á þriðjudag var leikin 10. umferð í Icelandair Cargo – mótaröð barna og unglinga en sú mótaröð er haldin fyrir þá sem æfa hjá klúbbnum og hefur verið leikin alla þriðjudaga í sumar. Sjórinn/Áin var sá hluti vallar sem leikinn var á þriðjudag og gerði Böðvar Bragi Pálsson sér lítið fyrir og setti vallarmet af bláum teigum en hann lék hringinn á 66 höggum, sem er 6 höggum undir pari vallar. Til fróðleiks má geta þess að Böðvar átti sex fugla, einn örn og tvo skolla á hringnum.
Við óskum Böðvari Braga til hamingju með þetta flotta vallarmet.
Golflklúbbur Reykjavíkur