Eins og félagsmönnum er kunnugt lét Birkir Már Birgisson af störfum sem yfirvallarstjóri hjá klúbbnum á síðasta ári. Ekki var ráðist í það að ráða nýjan aðila í hans starf strax en nú hafa þeir Hólmar Freyr og Darren Farley, sem félagsmenn þekkja vel, tekið við sitthvorum vellinum sem vallarstjórar. Hólmar mun sinna vallarstjórn á Korpu og Darren mun vera vallarstjóri í Grafarholti.
Hólmar Frey þekkja margir félagsmenn en hann hóf störf hjá klúbbnum fyrst árið 1998 og starfaði í sumarvinnu á vellinum til ársins 2004. Á þeim tíma kviknaði áhugi hans á grasvallafræðum og innviðum golfklúbba og hélt erlendis í nám í þeim fræðum. Hann lagði hann stund á nám í Stjórnun golfvalla við Elmwood College. Sumarið milli ára vann Hólmar á Gleneagles þar sem fór fram mót á evrópumótaröðinni ásamt G8 leiðtogafundinum. Eftir Elmwood College komst Hólmar í nám við Penn State háskólann í Pennsylvaníu sem hluta af Toro Education Program og sinnti meðal annars starfi annars Vallarstjóra á Stalker Lake GC í Minnesota. Í gegnum árin hefur Hólmar einnig verið liðsstjóri GR í mörgum sveitakeppnum og unnið sex Íslandsmeistaratitla.
Darren Farley hóf störf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur árið 2014. Darren er breskur og hefur búið hér á landi frá upphafi ársins 2014. Darren er menntaður í golfvallarfræðum og hefur á sínum ferli sinnt vallarstjórn á 36 holu völlum í samtals 10 ár, hann hefur mikla reynslu af undirbúningi valla fyrir stórmót og aðra viðburði sem fram fara hjá golfklúbbum. Hans markmið hefur verið að sinna vallarstjórn hjá virtum klúbbi og teljum við okkur heppin að hafa slíkan reynslubolta með okkur í liði. Meðal þeirra golfklúbba sem Darren hefur unnið fyrir eru: Highwoods GC, Westerham GC, The Royal Automobile Club, Silvermere GC og Horton Park GC.
Við óskum þeim Hólmari og Darren til hamingju og óskum þeim velfarnaðar í nýja starfinu.
Kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur