Vel var mætt í púttkennslu og mátun á sunnudag

Vel var mætt í púttkennslu og mátun á sunnudag

Í gær, sunnudag, voru golfkennarar GR með púttkennslu og leiðbeiningar um það hvernig best er að æfa þessi mikilvægu högg leiksins fyrir sumarið. Vel var mætt af félagsmönnum en samhliða þessu voru FootJoy á Íslandi með kynningu og mátun á GR merktum fatnaði þar sem félagsmönnum gafst kostur á að leggja inn pöntun fyrir fatnaði.

Á morgun, þriðjudag, munu strákarnir frá FootJoy mæta aftur á Korpuna milli kl. 18:00-20:00 og gefst þá kostur á að máta og panta fatnað fyrir sumarið.

Við þökkum þeim sem mættu til okkar í gær kærlega fyrir þátttökuna!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit