Vélamaður óskast í sumarstarf hjá GR

Vélamaður óskast í sumarstarf hjá GR

Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir eftir vélamanni í sumarstarf, starfstímabil er frá 10. maí til 15. september.

Leitað er eftir einstakling sem býr yfir:
Góðri samskiptahæfni
Óþrjótandi áhuga á vélum
Sýnir fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
Menntun á sviði véla er mikill kostur

Helstu verkefni:
Viðgerðir á smávélum
Viðgerðir á stærri vélum
Smyrja legur í vélum
Önnur tilfallandi verkefni
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Ágúst Pálsson í gegnum netfangið olafur@grgolf.is 

Til baka í yfirlit