Vetrarlokun á Grafarholtsvelli frá og með mánudegi 16. október

Vetrarlokun á Grafarholtsvelli frá og með mánudegi 16. október

Frá og með næsta mánudegi, 16. október, mun Grafarholtsvöllur loka fyrir veturinn. Þessi lokun nær einnig yfir Grafarkotsvöll.

Korpúlfsstaðarvöllur verður áfram opin fyrir félagsmenn og verður send út tilkynning þegar fyrirhugað verður að loka honum. Athygli er vakin á því að lokað hefur verið fyrir alla golfbílaumferð.

Thorsvöllur á Korpunni er opinn allt árið um kring og geta félagsmenn mætt til leiks þar í allan vetur.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit