Vetrarvinna að hefjast á völlum

Vetrarvinna að hefjast á völlum

Á morgun, fimmtudag, munu vallarstarfsmenn hefja vetrarvinnu á völlum klúbbsins. Sú vinna hefst með götun á flötum Grafarholtsvallar sem mun vara næstu 2-3 dagana og gætu orðið einhverjar tafir á leik vegna þessa. Þegar götun á Grafarholtsvelli er lokið munu götun hefjast á flötum Korpúlfsstaðarvallar.

Frá og með næsta mánudegi, 9. október, verður salerni á 10. braut Grafarholtsvelli lokað fyrir veturinn.

Kveðja
Vallarstjórar

Til baka í yfirlit