Frá og með föstudeginum 4. ágúst er fyrirhugað að fara í viðhaldvinnu á Landinu. Hluti af því verkefni er áburðargjöf á brautir, götun og söndun flata. Til þess að félagsmenn finni ekki eins mikið fyrir þessar viðhaldsvinnu verða Sjórinn/Áin leiknar sem 18 holur næstu daga og Landið 9 holur.
Ekki liggur ljóst fyrir hve lengi þetta fyrirkomulag mun vara en send verður út tilkynning þegar leikfyrirkomulag breytist aftur skv. áður birtu fyrirkomulagi.
Golfklúbbur Reykjavíkur