Klúbbhús

Korpúlfsstaðir er sögulegt hús og var upphaflega byggt árið 1930 af Thor Jensen. Hluta af húsinu var innréttað fyrir Golfklúbb Reykjarvíkur árið 1995 og hefur klúbbhúsið verið í stöðugum endurbótum alla tíð síðan. Í dag er í aðstöðunni að finna skrifstofu klúbbsins og æfingaðstöðu ásamt tveimur veitingasölum. Á fyrstu hæð er reikin veitingasala sem er með starfsemi á meðan á golftímabili stendur, þar er að finna fjölbreyttan matseðil í þægilegu umhverfi og eru allir velkomnir, kylfingar og aðrir gestir.

Aðstaða sem boðið er upp á í og við klúbbhús:

Bílastæði Æfingaaðstaða
Búningsklefar Sturta
Frítt Wif-fi Skápageymsla
Golfverslun Veitingasala
Golfbílageymsla

 

Salirnir sem um er að ræðir henta vel fyrir margvísleg tilefni s.s. veislur, móttökur, fermingar, skírnir, erfidrykkjur, afmæli, árshátíðir, jólahlaðborð, fundarhöld og fleira og rúma allt upp í 200 manns í sæti. 


Rekstraraðili er Hörður Traustason og svarar hann fyrirspurnum um leigu og aðra þjónusut í gegnum netfangið ht@xnet.is  eða í síma 820-1550.